Meistarastarf
Elstu börnin í Jörfa fara í skipulagða stund einu sinni viku í svokallað meistarastarf. Á haustin eru sett upp drög af þeim verkefnum sem börnin vinna að yfir veturinn.
Á haustönn hefur verið lögð áhersla á umhverfismennt, flokkun og ferðir í tengslum við það.
Samstarf er með formlegum hætti við hverfisskólann okkar Breiðagerðisskóla. Yfir veturinn fer hópurinn í skólaheimsóknir og kynnist starfi og umhverfi skólans ásamt því að heimsækja frístundarheimilið Sólbúa.
Fuglaþema hefur verið viðfangsefni vorannar þar sem við kynnum okkur efnið, förum í vettvangsferðir og vinnum verkefni tengt því.
Víkin hefur boðið elsta árganginum í leikfimi einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina.
Formlegu skólaári elstu barnanna lýkur með útskriftarferð en þá fara börnin ásamt starfsfólki í dagsferð út fyrir borgina. Auk þess er haldin útskriftarathöfn í leikskólanum og er foreldrum boðið í athöfnina.