Nýjustu fréttir

Kæru foreldrar og aðstandendur,

nú er leikskólinn opinn ykkur og grímurnar falla. Við förum að sjálfsögðu með öllu að gát en það er yndislegt að fá að sjá ykkur öll.

Af heilsufari okkar er annars það að frétta að enn eru nokkrir starfsmenn og þar á meðal skólastjórar enn í veikindaleyfi. Margir hafa mætt til vinnu meira af vilja en mætti og eru að glíma við afleiðingar af veirusýkingunni. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að halda gleðinni og markmiðið er að gera hvern dag góðan. Leikskólinn er mannaður eðalfólki sem lætur sitt ekki eftir liggja til þess að svo verði.

Framundan eru stórviðburðir svo sem útskrift meistaranna sem fara í grunnskóla í haust.

Sumargleði foreldrafélagsins verður 16.júní. Þá verða hoppukastalar og pylsupartý.

Við minnum á fund  með Jóhanni Thoroddsen sálfræðingi og sérfræðingi í áfallahjálp á mánudaginn 21.maí kl 14-15 í sal Bústaðarkirkju(gengið inn að neðan). Fundurinn er opinn foreldrum og aðstandendum.

Leikskólastarfsmenn hafa fengið fundi með Jóhanni til þess að vinna úr áfallinu sem Jörfasamfélagið lenti í með hópsmitinu í vor. Það hefur gert okkur gott og af því að við erum í þessu saman þá viljum við að þið fáið þennan möguleika líka.

Skipulagsdagar á haustönn 2020

Skipulagsdagar í Jörfa á haustönn 2020 eru sem hér segir:

  • föstudaginn 18. september
  • föstudaginn 23.október
  • fimmtudaginn 19. nóvember

Netföng og tengiliðaupplýsingar

Kæru foreldrar, við erum að uppfæra netföngin ykkar og tengiliðaupplýsingar.

Við viljum biðja ykkur að yfirfara ykkar aðstandendaspjald inni á Völu.