Foreldrafélag

 

Foreldrafélag hefur starfað við leikskólann frá opnun hans. Félagsgjöld eru 5.400 krónur á ári. Greiðslum er skipt í tvennt og greiðast ásamt innheimtukostnaði með heimsendum gíróseðlum.
Það má segja að hlutverk foreldrafélagsins sé tvíþætt, annars vegar að vera tengiliður foreldra við stjórn leikskólans og hins vegar greiðir foreldrafélagið eitt og annað fyrir börnin sem gerir starfið í Jörfa fjölbreyttara.
Foreldrafélagið greiðir þrjár leiksýningar á ári og ferðir eins og útskriftaferð meistara og sveitaferð að vori. Í maí ár hvert er vorhátíð sem foreldrafélagið stendur kostnað af, þá er mikið fjör t.d hoppukastali, grillmatur og ávextir. Einnig fá öll börn bók í jólagjöf í boði foreldrafélags Jörfa.
Á hverju ári hefur foreldrafélagið gefið leikskólanum veglega gjöf t.d eitt árið ræðupúlt og annað stafrænar myndavélar. Foreldrafélagið býður starfsfólki leikskólans einnig uppá morgunmat í desembermánuði.

Kosið er í stjórn félagsins á aðalfundi ár hvert. Miðað er við að í stjórn sitji a.m.k. tveir foreldrar af hverri deild.

Í stjórn sitja nú:

Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir - Formaður

Þóra Björg Gígjudóttir - Gjaldkeri

Sandra Vilborg Jónsdóttir