Foreldraráð

Samkvæmt lögum um leikskóla, nr.90/2008, skal vera starfandi foreldraráð við hvern leikskóla.

 • Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar.
 • Leikskólastjóri hefur frumkvæði að kosningu í foreldraráð.
 • Foreldrar kjósa fulltrúa sína í foreldraráð í september ár hvert til eins árs í senn.
 • Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði.
 • Foreldraráðsetur sér sjálft starfsreglur.

Hlutverk foreldraráðs

 • Foreldraráð skal gefa umsagnir til leikskólans og skóla- og frístundaráðs um:
  • skólanámsskrá
  • starfsáætlun
  • aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans

Samkvæmt leikskólalögum ber skóla- og frístundaráði að samþykkja skólanámskrá og starfsáætlun leikskóla. Til að hægt sé að leggja þær fyrir ráðið þarf umsögn foreldraráðs að liggja fyrir.

 • Foreldraráð skal fylgjast með:
  • framkvæmd skólanámskrár
  • framkvæmd annarra áætlana innan leikskólans
  • að skólanámskrá, starfáætlun og aðrar áætlanir leikskólans séu kynntar fyirir foreldrum.

Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfinu.

Foreldraráð fjallar ekki um málefni einstakra barna eða starfsmanna.

Foreldrar geta óskað eftir því að stofnað verði foreldrafélag og skal leikskólastjóri þá aðstoða við stofnun þess. Foreldrafélag getur ekki tekið að sér verkefni foreldraráðs.

Fyrir skólaárið 2020-2021 sitja eftirfarandi foreldrar í foreldraráði Jörfa:

 • Hulda Sigmarsdóttir - Formaður
 • Fanney Frímannsdóttir
 • Unnur Eir Björnsdóttir