Kæru foreldrar starfsfólk og ekki síst börn
Undirrituð kom til starfa sem leikskólastjóri í Jörfa í byrjun maí vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem við þekkjum of vel. Nú er því tímabili að ljúka ( þó ég verði til taks til 10.ágúst) og mig langar til að þakka fyrir mig. Þetta hefur verið lærdómsríkt og gefandi tímabil og það er starfsfólki Jörfa að þakka að hér hefur allt gengið að óskum. Þið eruð heppin að börnin ykkar eru í höndum lausnamiðaðra, lífsglaðra og umfram allt kærleiksríkra starfsmanna.
Ég óska ykkur alls hins besta og takk fyrir mig.
Gleðilegt sumarfrí
Ingibjörg Kristleifsdóttir