Hagnýtar upplýsingar

Article Index

Opnunartími leikskólans

Leikskólinn er opinn frá 7:30 - 17:00. Þau börn sem koma fyrir klukkan 8:00 mæta í Laut og fara síðan á sína deild.

Að koma og fara

Þegar komið er með barnið í leikskólann er nauðsynlegt að það sé skilið eftir hjá kennara.
Jafnframt láti foreldrar kennara vita þegar barnið er sótt.
Það er öryggisatriði að kennarar deildarinnar viti af því ef einhver annar sækir barnið í leikskólann en venja er til.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur sett þá reglu að þeir sem koma með og sækja börn í leikskóla hafi náð 12 ára aldri.