Hagnýtar upplýsingar

Article Index

Opnunartími leikskólans

Leikskólinn er opinn frá 7:30 - 17:00. Þau börn sem koma fyrir klukkan 8:00 mæta í Laut og fara síðan á sína deild.

Að koma og fara

Þegar komið er með barnið í leikskólann er nauðsynlegt að það sé skilið eftir hjá kennara.
Jafnframt láti foreldrar kennara vita þegar barnið er sótt.
Það er öryggisatriði að kennarar deildarinnar viti af því ef einhver annar sækir barnið í leikskólann en venja er til.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur sett þá reglu að þeir sem koma með og sækja börn í leikskóla hafi náð 12 ára aldri.


Aðlögun barna

 


Vistunartími og veikindi barna

Mikilvægt er að vistunartími barnanna sé virtur. Fjöldi starfsmanna er reiknaður út frá fjölda barna. Ef þörf er á lengri vistunartíma en upphaflega var sótt um er sótt um það á síðu rafrænnar Reykjavíkur.

Forföll

Það auðveldar yfirsýn og skipulag í leikskólanum að foreldrar láti vita ef barnið er veikt eða kemur ekki af einhverjum öðrum ástæðum.

Veikindi barna

Í leik og starfi er mikilvægt að börnin séu hress og líði vel. Ef barnið þarf að vera inni eftir veikindi eru foreldrar / forráðamenn beðnir um að hafa samráð við kennara viðkomandi deildar.
Fái barnið smitandi sjúkdóm, verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá.


Úti- og aukaföt

Börnin þurfa alltaf að hafa meðferðis næg föt til skiptanna. Mikilvægt er að þau hafi regnfatnað og hlý föt meðferðis. Föt barnanna þurfa að vera merkt því þá er minni hætta á að þau glatist.

Fatahólf

Öll hólf skulu tæmd fyrir helgar.


Breytingar á heimilisföngum eða símanúmerum

Mikilvægt er að foreldrar láti vita um breytt heimilisfang og símanúmer heima og í vinnu svo kennarar nái til þeirra.


Hreint loft

Sýnum umhverfinu, börnunum okkar og hreina loftinu virðingu. Drepum á bílunum fyrir utan leikskólann.


Slys á börnum og lyfjagjöf á leikskólatíma

Ef barn slasast eða veikist hafa kennarar samband við foreldra.  Ef foreldrar þurfa að fara með barnið á bráðamóttöku eftir atburð í skólanum greiðir leikskólinn fyrir fyrstu heimsókn.  Ef um alvarlegt slys er að ræða er farið með barnið í sjúkrabíl og haft samband við foreldra. Öll slys sem verða í leikskólanum eru skráð.

Kennarar gefa barni ekki lyf í leikskólanum. Undantekningar eru þó gerðar vegna lyfja sem tekin eru að staðaldri.


Skipulags- og námskeiðsdagar

Skólinn er lokaður vegna skipulagsdaga, sex virka daga á hverju skólaári. 

Sjá Skóladagatal 2019-2020


Afmæli

Þegar barn á afmæli höldum við veislu í leikskólanum. Þá er barnið miðdepill dagsins, fær kórónu og velur sér leiki og söngva. Afmælisbarninu er velkomið að koma með ávexti, grænmeti eða aðra hollustu til að bjóða upp á í afmælinu í leikskólanum. Ef börn vilja bjóða hvert öðru í afmæli heim til sín, er foreldrum bent á að nýta sér símaskrá Jörfa til þess að ná sambandi við aðra foreldra eða senda þeim tölvupóst í gegn um síðu okkar á http://mentor.is.


Sumarfrí

Öll börn verða að taka 4 vikur samfleytt sumarfrí frá 1. maí - 1.september.


 Gjaldskrá

Gjaldskrá 2021

Einstæðir foreldrar og námsmenn geta sótt um afslátt af leikskólagjaldi. Sótt er um afsláttinn inni á Rafræn Reykjavík. Einnig er hægt að hafa samband við viðkomandi leikskólastjóra. Umsóknina þarf að endurnýja á hverju ári fyrir 15.ágúst.