Hagnýtar upplýsingar - Vistunartími og veikindi barna

Article Index

Vistunartími og veikindi barna

Mikilvægt er að vistunartími barnanna sé virtur. Fjöldi starfsmanna er reiknaður út frá fjölda barna. Ef þörf er á lengri vistunartíma en upphaflega var sótt um er sótt um það á síðu rafrænnar Reykjavíkur.

Forföll

Það auðveldar yfirsýn og skipulag í leikskólanum að foreldrar láti vita ef barnið er veikt eða kemur ekki af einhverjum öðrum ástæðum.

Veikindi barna

Í leik og starfi er mikilvægt að börnin séu hress og líði vel. Ef barnið þarf að vera inni eftir veikindi eru foreldrar / forráðamenn beðnir um að hafa samráð við kennara viðkomandi deildar.
Fái barnið smitandi sjúkdóm, verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá.