Hagnýtar upplýsingar - Slys á börnum og lyfjagjöf á leikskólatíma

Article Index

Slys á börnum og lyfjagjöf á leikskólatíma

Ef barn slasast eða veikist hafa kennarar samband við foreldra.  Ef foreldrar þurfa að fara með barnið á bráðamóttöku eftir atburð í skólanum greiðir leikskólinn fyrir fyrstu heimsókn.  Ef um alvarlegt slys er að ræða er farið með barnið í sjúkrabíl og haft samband við foreldra. Öll slys sem verða í leikskólanum eru skráð.

Kennarar gefa barni ekki lyf í leikskólanum. Undantekningar eru þó gerðar vegna lyfja sem tekin eru að staðaldri.