Hagnýtar upplýsingar - Afmæli

Article Index

Afmæli

Þegar barn á afmæli höldum við veislu í leikskólanum. Þá er barnið miðdepill dagsins, fær kórónu og velur sér leiki og söngva. Afmælisbarninu er velkomið að koma með ávexti, grænmeti eða aðra hollustu til að bjóða upp á í afmælinu í leikskólanum. Ef börn vilja bjóða hvert öðru í afmæli heim til sín, er foreldrum bent á að nýta sér símaskrá Jörfa til þess að ná sambandi við aðra foreldra eða senda þeim tölvupóst í gegn um síðu okkar á http://mentor.is.