Leikskólastarf

Article Index

Uppeldisstefnan sem leikskólinn vinnur eftir er hugmyndafræði John Deweys kennara og heimspekings. Eitt af einkunnarorðum Deweys er að læra af reynslunni (learning by doing) þar sem sköpunargleði og frumkvæði barnsins er í brennidepli. Lögð er áhersla á jákvæða sjálfsmynd, sjálfstæði og frumkvæði í uppeldinu. Áhugi, sköpun og skoðanir eru virtar í samspili barna við fullorðna og umhverfi sitt.

Einkunnarorð Jörfa eru GLEÐI, VIRÐING OG VINÁTTA.