Leikskólastarf

Article Index

Uppeldisstefnan sem leikskólinn vinnur eftir er hugmyndafræði John Deweys kennara og heimspekings. Eitt af einkunnarorðum Deweys er að læra af reynslunni (learning by doing) þar sem sköpunargleði og frumkvæði barnsins er í brennidepli. Lögð er áhersla á jákvæða sjálfsmynd, sjálfstæði og frumkvæði í uppeldinu. Áhugi, sköpun og skoðanir eru virtar í samspili barna við fullorðna og umhverfi sitt.

Einkunnarorð Jörfa eru GLEÐI, VIRÐING OG VINÁTTA.


Hópastarf

Hópastarf fer fram í Hringekju tvo daga vikunnar. Börnunum er skipt í eldri og yngri hóp. Unnið er með fjórar stöðvar:

  • Hreyfingu og tónlist
  • Listir
  • Jóga
  • Vináttu

Vináttan er lífsleikni verkefni á vegum Barnaheilla. Hægt er að skoða það verkefni hér.


Vináttuverkefni Barnaheilla

Vinátta er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki.

Efnið er danskt að uppruna og heitir á frummálinu Fri for Mobberi. Það er þýtt, staðfært og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku.  

Hér má finna ítarlegri upplýsingar um verkefnið. 


Lubbi finnur málbein

Vefsíða verkefnisins


Meistarastarf

Elstu börnin í Jörfa fara í skipulagða stund einu sinni viku í svokallað meistarastarf. Á haustin eru sett upp drög af þeim verkefnum sem börnin vinna að yfir veturinn.

Á haustönn  hefur verið lögð áhersla á umhverfismennt, flokkun og ferðir í tengslum við það.  

Samstarf er með formlegum hætti við hverfisskólann okkar Breiðagerðisskóla. Yfir veturinn fer hópurinn í skólaheimsóknir og kynnist starfi og umhverfi skólans ásamt því að heimsækja frístundarheimilið Sólbúa. 

Fuglaþema hefur verið viðfangsefni vorannar þar sem við kynnum okkur efnið, förum í vettvangsferðir og vinnum verkefni tengt því.

Víkin hefur boðið elsta árganginum í leikfimi einu sinni  í viku yfir vetrarmánuðina.

Formlegu skólaári elstu barnanna lýkur með útskriftarferð en þá fara börnin ásamt starfsfólki í dagsferð út fyrir borgina. Auk þess er haldin útskriftarathöfn í leikskólanum og er foreldrum boðið í athöfnina.


Sönglagahefti

Hér er að finna þau lög, þulur og málshætti sem börnin læra í leikskólanum.

 Sönglagahefti Jörfa